Skólaárið 2013-2014

Skólaárið 2013-2014

Íslenska

Ég er búinn að vera að læra íslensku í allan vetur. Ég er búinn að gera Mál í mótun bókina allt árið og er alveg að klára hana. Ég er búinn að fara í fullt af stafsetninga ÆFINGA prófum. Við gerðum líka Málrækt bókina og ferilritun. Ég skrifaði hryllingssögu bók og bók um Lionel Messi, 6 blaðsíður. Síðan lásum við bækur frá bókasafninu í skólanum okkar og ég las u.þ.b. 14-16 bækur. Mér finnst mjög ágætt að fara í íslensku.

ENSKA

        

Ég elskaði ensku og það var svo gaman og svo létt.  Ég fékk tíu í prófinu eða ég fékk tíu en útaf ég er ekki frá Englandi, Skotlandi, Írlandi eða Bandaríkin þýðir að fékk aðeins níu sem er eins og tía. Við gerðum verkefni eins og My favorite animal og My best friend. Við gerðum bækur eins og Hickory,Dickory og Dock. Ég er mjög góður í ensku og ég er ánægður með það.

 

STærðfræði

Stærðfræði í ár var æðislega skemmtilegt. Ég lærði úr Stiku a og Stiku b. Ég er búinn að læra tvennt nýtt , hnitakerfi og nokkur form. Ef þú veist það ekki, ég elska stærðfræði. Ég er glaður með með árið mitt í stærðfræði. Það voru 3-5 próf. Í tveimur fékk ég tíu. Í hinum fékk 8,5-9,7. Ég byrjaði árið hjá Elín Ingu en af því ég stóð mig svo vel, fékk ég að fara í Þórunnar hóp, sem er aðeins hraðari.

 

Íþróttir/sund/leikir/tónmennt

Ég elska að fara í Íþróttir, sund og leikir en mér finnst tónmennt leiðinleg. Þótt að ég er búinn að æfa á gítar í 4 ár, en Tónment er bara ekki skemmtilegt, en samt, það var gaman að læra sumt, en flest var mjög leiðinlegt. Íþróttir var næst skemmtilegast, en ógeðslega skemmtilegt, við fengum frjálst og við fórum í leiki eins og brennó og skotbolta, stórfiskaleik og krókódíll krókódíll og við fórum í bíb test. Útileikir er skemmtilegast af öllu, við förum í marga ógeðslega skemmtilega útileki. Á föstudögum koma alltaf íþróttir út og þá förum í leik það sem ein hópur er á móti öðrum eins og: Brennó,kíló og skottabolta. Sund. Margir segja að það sé versta af öllum hópunum, en mér finnst tónmennt náttúrlega verri. Við fáum oft frjálst í sundi  en krakkar hata prófin og bara synda útaf þau eru kannski ekki góð eða hröð að synda.

Verk og list

Í verk og list fórum við í: Smíði, málningu, heimliðsfræði, málning 2 og sauma. Í smíði gerðum við hornhillur og skreytum þær. Egill, vinur minn, vildi gera boomerang og næstum því allir gerðu alveg eins. Einn eða tveir náðu ekki að klára svo Páll, kennarinn , kláraði þá. Í heimilisfræði þá bökuðum við fullt, til dæmis smákökur handa foreldrum okkar, en útaf foreldrar mínir komust ekki útaf vinnunni þá komu amma og afi í staðinn.  Málning og Málning 2 var ekki það sérstakt en það var mjög skemmtilegt. Í málningu eitt gerðum við grímur og styttu karla og við gerðum hús úr leir og það var erfitt en skemmtilegt. Í saumum gerðum við ógeðslega flotta kodda og þeir eru svo mjúkir.

 

 

Vettvangsferðir

Mín uppáhalds vettvangsferð var í bíó á myndina: Artic tale. Ég var með úlpu svo ég bjó til sæng úr henni og ég svaf eða reyndi í u.þ.b 20 mín en svo horfði ég á myndina og hún var mjög skemmtileg og svo fórum við líka í Boot camp sem var mjög skemmtilegt og örugglega skemmtilegra en bíó. Við gerðum fullt af hlutum eins og upphífingar og armbeygjur og það var ógeðslega skemmtilegt að gera eitthvað nýtt en ég hélt það væri eins og : GEFÐU MÉR 20 ARMBEYGJUR Á SEKÚNDUNNI! Við eigum eftir að fara í Borgarnes og síðan er skólaárið 2013-2014 búið.

Blogg

Við erum búin að vera að blogga í allan vetur. Við eigum að skrifa um verkefni og þannig. Það er ekki það slæmt en mér finnst það ekki það skemmtilegt en það er ágætt á sama tíma. Við skrifuðum um næstum því öll verkefnin en það var ágætt. Við erum búin að vera að gera bloggið allt árið og held að við notum það líka í 7. bekk og síðan megum við nota bloggið fyrir hvað sem er.

Narnia

Narnia var mjög skemmtilegt íslensku verkefni. Við lásum bókina og horfum á myndina og við gerðum hefti. Þetta var mjög skemmtilegt verkefni og það var erfitt.Við gerðum svona skáp eins og í bókinni og myndinni með mynd af kápum og ef ég man rétt gerðum við líka skóginn sem þau komu í þegar að þau komu úr skápinn og inn í Narniu. Við tókum náttúrlega próf og ég man ekki hvað ég fékk en það var ekki 10.

 

 

Skemmtilegast

Íþróttir/Sund/Leikir/Tónmennt var skemmtilegast útaf því við fórum oft í frjálst og lærðum nýja leiki og hreyfðum okkur líka. Stærðfræði er í öðru sæti útaf, ég veit ekki mér bara finnst Íþróttir/Sund/Leikir/Tónmennt skemmtilegra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helgi Hrafn Bergmann
Helgi Hrafn Bergmann
Ég heiti Helgi og er í Ölduselsskóla.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband